JAFNRÆÐI Í ÁFENGISVERSLUN
GREINAR, PISTLAR OG UMFJALLANIR
Myndbönd
ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA
Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum.
Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða.