Jafnræði í áfengisverslun.

Stöndum saman!

HANDVERKSBRUGGHÚS

0

SVEITARFÉLÖG

0

STÖRF

0 +

STAÐREYNDIR

Stendur til að auka aðgengi að áfengi?

Nei, ekki er lagt til aukið aðgengi að áfengi.

Á að leyfa áfengisauglýsingar?

Nei, löggjöfin yrði óbreytt hvað það varðar og áfengisauglýsingar enn bannaðar.

Hvað með vín í búðir?

Ekki er lagt til að áfengi fari í almennar verslanir.

Munu börn og ungmenni geta keypt áfengi?

Nei, áfengiskaupaaldur verður óbreyttur og lögð eru till enn harðari viðurlög við ófullnægjandi aldurseftirliti.

Geta smábrugghús ekki selt í ríkinu?

Inntökuferli og hillupláss ÁTVR hentar smáframleiðendum illa. Einkaréttur ÁTVR minnkar úrval.

Hvað með forvarnir?

Hægt væri að leggja enn meira í forvarnir með auknum tekjum til íslenskra skattgreiðenda í stað erlendra fyrirtækja.

Myndbönd

ÁSKORUN TIL STJÓRNVALDA

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum.

Íslensk handverksbrugghús eru nú á þriðja tug talsins. Þau tryggja um 200 manns störf í sinni heimabyggð og skila tugum milljóna í skatttekjur á ári. Brugghúsin framleiða vandaðar og eftirsóttar íslenskar vörur, draga til sín fjölda íslenskra og erlendra gesta og eru mikil lyftistöng fyrir lítil samfélög í nærumhverfi sínu, sem nokkur teljast til brothættra byggða.

DEILUM